Fyrir byrjendur

Algengar spurningar

Sahaja Yoga opna dyr að fornri þekkingu sem nú birtist aftur í nútímanum til þess að hjálpa okkur að öðlast  jafnvægi á tímum ringulreiðar, ráðvillu og andlegs ójafnvægis. Sahaja Yoga er að okkar mati náttúrulegasta, skynsamlegasta og hagnýtasta aðferðin sem við höfum í dag til að öðlast andlega ró og jafnvægi.

Hvað er Sahaja Yoga?

Sahaja jóga er aðferð til þess að öðlast og upplifa sjálfsvitundarvakningu. Á ósjálfráðan og náttúrulegan (e. spontaneous) hátt hjálpar þessi aðferð okkur við að tengja sjálfsvitund okkar við guðdóminn.

Sahaja jóga vinnur á innra orkukerfinu (e. subtle system) sem býr inni í taugakerfinu okkar. Þetta innra orkukerfi inniheldur allar mannlegar upplifanir og samþættir líkamlegar, andlegar, vitsmunalegar og tilfinningalegar athafnir okkar.

Í Sahaja jóga finnum við víbrasjónir, sem eru afsprengi þess andlega krafts sem stýrir hreyfingu hverrar einustu frumu sem lifandi er. Við lærum að meðtaka þessar víbrasjónir og skilja hvað þær merkja. Þessar víbrasjónir eru þekktar sem „vindur heilags anda“ (e. holy ghost) og kallast Chaitanya á sanskrít. Sahaja jóga byrjar á því að Kundalini orkan vaknar frá dvala sínum í spjaldbeininu neðst í hryggnum. Hlutverk Kundalini er að gefa okkur æðri vitund, halda þessu andlega kerfi okkar hreinu og í góðu ástandi.

Eðli þessa krafts er „hin fullkomna móðir“ þar sem við erum eina barnið hennar. Hvað sem við gerum þá elskar hún okkur óskilyrt. Hún vinnur 24 tíma sólarhringsins, er blíð, næm, fínofin en samt óbrigðul í skilvirkni sinni. Þegar hárréttri tíðni víbrasjóna er náð þá minnkar neikvæðni í formi sjúkdóma, óskilvirkni, ójafnvægis og hennismám saman útrýmt. Aukin jákvæðni í gegnum inntöku á hreinni víbrasjónum auka vellíðan, gleði og ánægju í lífinu. Okkar sanna sjálf kemur betur og betur í ljós og okkar andlegu eiginleikar eru loks frelsaðir frá andstæðingum andlegs þroska.

Smátt og smátt verðum við andinn: Fullkominn sannleikur, athygli og gleði. Það kallast Atma á sanskrít. Þegar við erum tengd við okkar innra sanna sjálf, gerum við okkur grein fyrir að innra sjálfið er tengt alheims sjálfinu. Með öðrum orðum þá er Sahaja jóga raunsæ leið til að tengja sjálf okkur við Guð. Við erum eins og tölvurnar sem loks hafa fengið tenginguna við alheimsnetið.

Er Sahaja Yoga trúarbragð eða sértrúarsöfnuður?

Sahaja Yoga er ekki skipulagt trúarbragð né sértrúarsöfnuður í þeim skilningi að einstaklingurinn gangi inn í einhvern hóp þar sem hann glatar frelsi sínu til að ákveða sjálfur sitt eigið líf. Nærra lagi er að skilgreina Sahaja Yoga sem sem lauslega skipulagða andlega hreyfingu sem hefur sprottið í kringum boðskap Shri Mataji Nirmala Devi. Í Sahaja Yoga er engin félagsaðild, meðlimaskrá, engin sóknargjöld, engir ríkisstyrkir, ekkert stigveldi eða valdastöður eins einstaklings yfir öðrum. Sahaja Yoga er ekki skrásett trúfélag. Sahaja Yoga á Íslandi eru félagasamtök sem stofnuð voru til að halda utan um bankareinking (sem geymir frjáls framlög einstaklinga sem notuð eru til að kaupa nauðsynjar, prenta auglýsingar og halda úti hlutum eins og vefsíðu o.s.frv.), halda lauslega skipulagðri umgjörð utan um félagsstarf og stuðla að iðkun Sahaja Yoga. 

Hvert er mikilvægi sjálfsvitundarvakningar?

Sjálfsvitundarvakning er þegar einstaklingurinn áttar sig á því að ekki aðeins tilheyrir hann einu samofnu lífskerfi, heldur að baki þessu lífskerfi er sjálfsmeðvitund, sem einstaklingsbundin meðvitund er aðeins hluti af.