Seven Eyes á BCC

Hin enska Tanya Wells ásamt Paulo Vinicius mynda hljómsveitina „Seven Eyes“. Hér voru þau í beinni á BBC og fluttu saman hin fögru og klassísku Ghazal ljóð frá Indlandi og Pakistan. Tanya ræðir einnig Sahaja Yoga, æskuár sín á Indlandi, ást sína á Jazz-tónlist ofl. Skemmtilegt viðtal á BBC fyrir tónlistaráhugamenn.

seveneyes-bbc

 

Andleg bylting

Hin raunverulega bylting er ekki að veifa skiltum og henda grjóti og flöskum í ímyndaða óvini á götum úti, hin raunverulega bylting er bylting andans innra með okkur, sem að lokum leiðir okkur til innri friðar og samkenndar. Ungir Sahaja Jógar ferðast um heiminn og kynna Sahaja Yoga með von um að fleiri geti öðlast innri frið. Hér eru þeir í Egyptalandi.

Kynningarfundir eru fyrsta og þriðja hvern mánudag í mánuði

shri-mataji-high-res1

Í Sahaja Yoga er kundalini orkan vakin í fólki með aðferð sem Shri Mataji Nirmala Devi hefur kennt.  Með kundalini vakningu kemst fólk í vitundarástand án hugsana (Nirvichara Samadhi). Með ástundun Sahaja Yoga finnur fólk guðdómlegan frið innra með sér.  Iðkendum fer fljótlega að líða betur andlega, en smám saman fer fólk að sjá sig sjálft í nýju ljósi og hvernig það raunverulega er.  Það er kallað sjálfsvitundarvakning. Megin tilgangur okkar sem stundum Sahaja Yoga er að þroskast andlega en með auknu jafnvægi er hægt að ná betri andlegri og líkamlegri heilsu. Sahaja Yoga er ókeypis og unnið af Sahaja Yoga iðkendum í sjálfboðavinnu.