fyrr en þú öðlast samband við máttinn sem skapaði þig"
Árið 1970 kom Shri Mataji Nirmala Devi fram á sjónarsviðið með Sahaja Yoga sem hugleiðsluaðferð. Hún hjálpaði fólki á einfaldan hátt að öðlast sjálfsvitundarvakningu (kúndalíní vakningu), sem leiðir til hins fullkomna hugleiðsluástands – þekkt sem Nirvichar Samadhi eða hugsanalaus meðvitund.
Shri Mataji hjálpaði fólki án endurgjalds og áréttaði að sjálfsvitundarvakning væri fæðingarréttur allra. Næstu fjörtíu ár ferðaðist hún um allan heim og kenndi hugleiðslu. Hún var elskuð og dáð sem andlegur leiðtogi, framúrskarandi ræðumaður og einkennandi var hversu mildileg hún var í leiðsögn sinni.
Sahaja Yoga á Íslandi
Vikulega er haldin hugleiðsla í beinni útsendingu á netinu. Hugleiðslan er hugsuð fyrir þá sem ekki komast á hugleiðslusamkomur á sínu svæði…
“Í veröld sem leitar sífellt nýrra lausna við heimsins böli bendir Shri Mataji okkur á að friður í heiminum verði ekki tryggður fyrr en við höfum, hvert og eitt, öðlast frið í okkar eigin sálarrótum….”
Sahaja menning er sérstök og uppfull af hæfileikaríku listafólki á öllum sviðum, hér er hægt að finna tónlist og listir eftir iðkendur Sahaja Yoga