Árið 1970 kom Shri Mataji Nirmala Devi fram á sjónarsviðið með Sahaja Yoga sem hugleiðsluaðferð. Hún hjálpaði fólki á einfaldan hátt að öðlast sjálfsvitundarvakningu (kúndalíní vakningu), sem leiðir til hins fullkomna hugleiðsluástands – þekkt sem Nirvichar Samadhi eða hugsanalaus meðvitund.

Shri Mataji hjálpaði fólki án endurgjalds og áréttaði að sjálfsvitundarvakning væri fæðingarréttur allra. Næstu fjörtíu ár ferðaðist hún um allan heim og kenndi hugleiðslu. Hún var elskuð og dáð sem andlegur leiðtogi, framúrskarandi ræðumaður og einkennandi var hversu mildileg hún var í leiðsögn sinni.

Icon

Sahaja Yoga

Hvað er Sahaja Yoga og hvernig virkar það? Aðferðin og grunnkerfið útskýrt.
Icon

Fyrir Byrjendur

Hugleiðslan fyrir byrjendur. Hvernig er best að byrja og tileinka sér reglubundna iðkun.
Icon

kúndalíní

Sahaja Yoga felur í sér Kúndalíní vakningu, en þó má ekki rugla Sahaja Yoga saman við "kundalini jóga"
Icon

Samband

Upplýsingar um hvernig má hafa samband (contact information)
samfélag & starfsemi

Sahaja Yoga á Íslandi