Hvað er Sahaja Yoga?

„Strax í upphafi þá verðum við að skilja að sannleikurinn er það sem hann er, við getum ekki búið til eigin hugmyndir um hann, við getum ekki skipulagt hann eða beygt hann undir okkar vilja. Auk þess, ef við ætlum að halda bara áfram með allar okkar lærðu skilyrðingar, líkt og hestar með augnblöðkur á báðum augum, þá munum við aldrei sjá sannleikann. Við verðum að vera fólk laust úr fjötrum skilyrðinga. Við verðum að vera víðsýnt fólk, líkt og vísindamenn, ef við viljum upplifa sjálf hvað sannleikurinn er. Ef einhver prédikar eitthvað, játar eitthvað, segir eitthvað, þá eigum við ekki samþykkja það bara í blindni.“

 – Shri Mataji Nirmala Devi

Sahaja Yoga er hugleiðsluaðferð sem kynnt var til sögunar af Shri Mataji Nirmala Devi. Þessi aðferð felur í sér vakningu á frumorku sem býr innra með hverjum og einum og þekkist sem kúndalíní. Þessi orka liggur að mestu í dvala í spjaldbeininu við enda hryggjasúlunar þar sem hún hringar sig upp  í þrjá og hálfan hring.

Spjaldbeinið sjálft heitir sacrum á latínu (sakros á fornri latínu) sem þýðir heilagt (en þaðan kemur enska orðið sacred). Spjaldbeinið er þannig kennt við heilagleika á fornri latínu og það sýnir okkur að vitneskjan um eiginleika þessa beins er alls ekki ný. Við vitum ekki hvað fornnorrænir menn kölluðu spjaldbeinið, en við vitum að latneska orðið sakros og fornnorræna orðið sátt koma frá sömu Indó-Evrópsku rótinni.

Hugtakið Sahaja Yoga er komið frá Indó-Evrópska málinu Sanskrít. Sahaja þýðir meðfætt eða sjálfsprottið og Yoga þýðir sameining eða samband, og á við sameiningu athygli einstaklingsins við það sem við getum kallað æðri sjálfsvitund.

Með vakningu þessarar orku hefst innra ferðalag okkar í átt til sjálfsvitundarvakningar. Það er þegar við vöknum til meðvitundar um okkar raunverulega sjálf sem er andinn innra með okkur og við hættum að einkenna okkur við falska sjálf egósins eða hugans. Þeir sem hafa öðlast slíka vakningu eru oftar en ekki kallaðir Dweejaha á Sanskrít, sem þýðir „endurfædd/ur“.

Þegar kúndalíni orkan vaknar af dvala sínum í spjaldbeininu þá skríður hún upp hryggjarsúluna, smýgur í gegnum sex orkustöðvar eða Chakra innra með okkur þar til að lokum hún kemst í snertingu við limbíska svæði heilans. Þaðan flæðir hún svo ljúflega upp í gegnum höfuðmótin ofan á höfði okkar, þar sem við finnum áþreifanlega fyrir henni sem svölum blæ eða andvara sem streymir upp úr höfðinu. Þessi andvari eða svali straumur kallast Chaitanya á Sanskrít. Við finnum ekki aðeins fyrir honum flæða upp úr höfði okkar heldur getum við einnig fundið fyrir honum á fingurgómum okkar og inni í lófum okkar.

Þegar við erum farin að finna flæði þessara strauma þá erum við farin að finna áþreifanlega fyrir þessum mætti á miðtaugataugakerfi okkar. Það er af þessari ástæðu að Sahaja Yoga byggist ekki einmitt ekki á blindri trú – líkt og hugmyndafræði eða bóklegri fræðslu – þvert á móti byggist það á áþreifanlegri upplifun og reynslu einstaklingsins. Einstaklingurinn fer að finna fyrir áhrifunum á sínu eigin taugakerfi, líkt og hann finnur fyrir hita sólargeislana þegar þeir skína á hann eða hvort vatnið sem hann snertir er heitt eða kalt. Þannig förum við að upplifa áhrfin af Sahaja Yoga á sama hátt.

Það sem kannski er mikilvægara að minnast á er umbreytingin sem verður á athygli okkar þegar kúndalíní kemst upp í krónu höfuðs okkar, vitund okkar öðlast þá nýja vídd, eða ástand sem kallast hugsanalaus meðvitund. Hugsanalaus meðvitund er ástand hugleiðslu. Hið raunverulega Yoga, því Yoga er ekki eitthvað sem við gerum, heldur er vitundarástand sem við upplifum og öðlumst, þar sem við finnum frið, gleði og öðlumst frelsi frá fjötrum og blekkingum hugans. Kúndalíní kemur okkur í þetta ástand á sjálfsprottinn náttúrulegan hátt. Það er Sahaja Yoga, eða sjálfsprottið yoga, sjálfsprottin sameining við æðri vitund.


Hugsanalaus meðvitund

Indversk helgirit lýsa eftirfarandi fjórum stigum mannlegrar vitundar:

  • Jagruti – Daglegt vakandi ástand hugans
  • Swapana – Dreymandi ástand hugans
  • Shushupti – Ástand djúpsvefns þar sem hugurinn, egóið og súperegóið eru aðgerðalaus
  • Turya – Ástand hugsanalausar meðvitundar sem nær handan hugans

Fyrstu þrjú stig mannlegrar meðvitundar er það sem við upplifum í okkar hversdagslega lífi. Fjórða stigið er ástand hugsanalausrar meðvitundar eða Nirvichara Samadhi, þetta er ástandið þar sem hægist á öldugangi hugsana okkar og þær hætta að lokum. Við öðlumst innri þögn.

Í upphafi hugleiðslunar myndast bil milli hugsana, þetta bil er kallað Vilamba. Með reglubundinni ástundun fer þetta bil að lengjanst og á endanum fara hugsanirnar að hverfa. Með tímanum fer hugur okkar  svo fúslega í þetta ástand og verður friðsæll líkt og stöðuvatn í blanka logni, og við förum að upplifa djúpstæðan innri frið.

„Þið getið aðeins notið veruleikans þegar þið eruð handan hugans. Gegnum hugann er aldrei hægt að njóta raunverulega. Hugsanir eru þungt farg. Þær gera ekkert, þær hjálpa ykkur ekki. Ánægjan kemur aðeins þegar hugurinn er í algjörri þögn – líkt og stöðuvatn sem ekki gárast. Öll fegurðin og gleðin sem hefur verið sköpuð í umhverfi vatnsins enduspeglast algjörlega, en sundrast ekki í gárum vatnsins. Ef það væru gárur á vatninu þá væri spegilmyndin sem það sýndi ykkur allt önnur, og væri hvergi nærri því að sýna ykkur raunveruleikann eins og hann er.“

– Shri Mataji Nirmala Devi; 1. Oktober 1995, Ítalía.


Innra kerfið

Innra orkukefið og orkustöðvarnar útskýrðar

Kúndalíní

Sahaja Yoga felur í sér Kúndalíní vakningu, en þó má ekki rugla Sahaja Yoga saman við "kundalini jóga"