Nokkrir kostir þess að iðka Sahaja Yoga
Þú þarft ekki að dvelja uppi a fjalli svo árum skiptir til að stunda þessa hugleiðslu. Þú þarft ekki að eyða heilu dögunum í þögn, gefa aleiguna þína eða klæða þig á einhvern sérstakan hátt. Sahaja Yoga er einfaldasta leið til sjálfvitundarvakningar sem þú finnur, og hún á sér stað á sjálfsprottin hátt.
Hugleiðsluaðferðin er auðveld, og eins lengi og þú temur þér sjálfsagan til að hugleiða 10 mínútur kvölds og morgna þá mun hugleiðslan verða sífellt friðsælli og sjálfsvitundarvakningin dýpri.
Það kostar ekkert og er laust við markaðs- og verslunarhyggju
Þú þarft ekki að borga fyrir Sahaja Yoga. Það er engin meðlimaskrá, það er ekkert skírteini. Það er enginn falinn kostnaður, það er ekkert sem raunverulega hangir á spítunni. Kennslan byggist einfaldlega á löngun annarra iðkenda til að miðla þekkingu Shri Mataji Nirmala Devi áfram til þeirra sem hafa áhuga á að tileinka sér aðferð hennar, gjaldfrjálst. Ef þú missir af sameiginlegri hugleiðslu eina vikuna þá skiptir það engu máli. Þú bara mætir aftur næst þegar þú kemst.
Þú finnur áhrifin fjótlega
Þú upplifir ekki aðeins afslöppun og djúpstæð værð færist yfir þig, þú ferð líka að finna fyrir þínu eigin innra orkukerfi, hvernig hver orkustöð starfar og hvaða áhrif ástand hennar hefur á þig líkamlega, tilfinningalega og andlega. Með aðferðunum sem þú lærir jafnt og þétt ferðu að skilja þetta undirliggjandi kerfi sem er samofið taugakerfi þínu. Ef þér líður illa þá notarðu aðferðirnar sem þú hefur lært til að leiðrétta og hreinsa sýkingar og stíflur í kerfinu, afleiðingin verður bætt andlegt ástand, betri tilfinningaleg líðan og betri líkamleg heilsa.
Það skiptir engu hvaða trúarlega bakgrunn þú hefur
Öll stærstu trúarbrögð heimsins og kjarninn í boðskap þeirra eru viðurkennd og borin virðing fyrir þeim í Sahaja Yoga. Þar sem öll trúarbrögð mannkynsins eru aðeins blóm sem sprottið hafa á sama runnanum, og þar með tengjast öll sömu rótinni. Sahaja Yoga hjálpar okkur einnig að skilja visku og kunna að meta boðskap allra sannleiksríku meistara og dýrlinga mannkynssögunar, líkt og Lao Tse, Búdda, Sókrates, Múhameð, Zaraþústra og margra annarra.
Þú ert þinn eigin herra
Þú hugleiðir og gerir sjálfskoðun á þínum eigin hraða. Þú þarft ekki að halda í við hina sem eru í kringum þig eða finnast þú undir þrýstingi til að gera eitthvað sem þér finnst óþægilegt. Þú ert á þínu eigin ferðalagi og markmiðið er að þú verðir þinn eigin kennari, þinn eigin gúrú, þinn eigin meistari. Þessi hugleiðsluaðferð er til að styrkja þig og hjálpa þér að hjálpa sjálfum/sjálfri þér. Þú þarft ekki að treysta á nokkurn annan. En auðvitað er líka fullt af fólki sem stundar Sahaja hugleiðslu sem er tilbúið að leiðbeina þér þegar kemur að hugleiðslunni og hinum ýmsu aðferðum sem eru hluti af henni. En þegar upp er staðið þá er það aðeins sá máttur sem býr innra með þér sjálfum/sjálfri sem þú þarfnast.
Það er allstaðar
Sahaja Yoga er stundað í nánast öllum löndum heimsins. Þannig hvert sem þú ert að ferðast þá geturðu alltaf fundið Sahaja Yoga miðstöð þar sem þú getur mætt á hugleiðslufund. Hvenær sem þú færð tækifæri til, hvar sem þú ert, reyndu að komast í samband við aðra sem stunda Sahaja Yoga og komast í sameiginlega hugleiðslu (að hugleiða með öðrum er mun dýpri og kröftugri upplifun heldur en að hugleiða einn).
Það er opið öllum
Það er engin einsleit grúppa af fólki sem stundar Sahaja Yoga. Þegar við uppgötvum nýtt áhugamál eða gerumst hluti af nýjum hópi fólks þá uppgötvum við oft að fólkið í kringum okkur er allt af ákveðinni sort. Sumir hópar virðast laða að sér einvörðungu yngra fólk en aðrir eldra fólk, aðrir hópar virðast bara fyrir fólk sem er efnamikið eða býr í ákveðnum hluta bæjarins. Í Sahaja Yoga finnurðu fólk sem kemur frá öllum hliðum lífsins og stéttum samfélagsins – karlmenn og kvenmenn, ríkir og fátækir, menntaðir, ómenntaðir, á öllum aldri og af öllum líkamsgerðum.
Þér líður betur
Sama hvað gerist, í hvert sinn sem þú sest niður og hugleiðir þá líður þér betur, hvort sem þér tekst að komast i djúpa hugleiðslu eða ekki, breytir litlu, en afleiðing þessa er einnig að vinir og fjölskylda fara einnig að finna áhrifin.