Hugleiðsla?

Hugleiðsla er orð sem hefur verið skilgreint og túlkað á marga mismunandi vegu. Í dag getur orðið hugleiðsla átt við allt frá því að sitja í djúpum þönkum yfir ákveðnum hugmyndum til þess að sitja í þögn með lokuð  augu og einbeitta athygli, það fer einfaldlega eftir þvi hvern þú spyrð.

Hugleiðsla, samkvæmt skilgreiningu Sahaja Yoga, byggist á því sem við köllum sjálfsvitundarvakning, þar er innri andlegi máttur einstaklingsins vakin upp af dvala sínum í þeim tilgangi að hjálpa honum að öðlast vitundarástand sem við köllum “hugsanalaus meðvitund”. Í slíku ástandi starfar athygli okkar hrein og ótrufluð af tilgangslausum straumi hugsana, en á sama tíma erum við fullkomlega meðvituð um allt sem fer fram í kringum okkur.

Ástundun Sahaja Yoga er einföld og getur verið framkvæmd heima, á skrifstofunni eða á kaffistofunni á verkstæðinu. Hún getur verið framvæmd í einrúmi eða í hópi fólks. Stofnandinn, Shri Mataji Nirmala Devi, lagði áherslu á það að ekki væri nauðsynlegt að afneita mannlegu samfélagi til að öðlast andlega reynslu eða uppljómum. Líkt og áður sagði, þá byggist aðferðin á því að vakinn er upp þessi máttur sem býr innra með hverjum og einum. Seinna veltur það svo á einstaklingnum sjálfum að tileinka sér aðferðina og rækta vakningu sína gegnum hugleiðsluna. Niðurstaðan verður áreynslulaus hugleiðsla (hugsanalaus meðvitund) frekar en þvinguð einbeitning eða huglæg æfing í núvitund.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Ástralíu og Indlandi sýna einnig fram á að sjálfslæknandi eiginleikar líkamans virkjast þegar einstaklingurinn kemst í ástand hugsanalausrar meðvitundar, en ekki þegar einstaklingurinn einfaldlega notast við slökunaraðferðir líkt og djúpöndun eða “sjónsköpun” (visualization).

Slökunaraðferðir eru áhrifaríkar þegar kemur að því að losna við streitu en hafa ekki geta sýnt fram á mælanlegar heilsufarsleg áhrif, á meðan Sahaja Yoga hugleiðsla hefur aftur á móti gert það. [1]

Sahaja Yoga hugleiðslumiðstöðvar hafa verið stofnaðar víðsvegar um heiminn þar sem þessi aðferð sem Shri Mataji kynnti fyrir heiminum er kennd gjaldfrjálst.

Tilvísanir

[1] Dr. Rames Manocha ‘Does Meditation have a specific effect?:
A Systematic Experimental Evaluation of a Mental Silence Orientated
Definition’ (University of NSW, Australia 2008); rafbók: Silence Your Mind
Útgefandi: Hachette Australia 2013