Líkamleg myndbirting: Cervical Plexus
Krónublöð: 16
Höfuðafl: Ljósvakinn
Líkamlegir eiginleikar: Veitir lífsorku til hálsins, handleggja, andlits, nefsins, munnsins, tungu og tanna.
Andlegir eiginleikar: Góð tjáning, nærgætni, samfélagsvitund, hlutleysi, sjálfsvirðing og virðing fyrir öðrum, hrein samskipti,  bræðra/systra samband.

Fimmta orkustöðin nefnist Vishuddhi eða hálsstöðin og er lykillinn að hæfileikanum í að finna fyrir því sem við köllum Chaitanya, eða „víbrasjónum“. Þegar þessi orkustöð er opin og hrein gefur hún okkur samfélagsvitund og meðvitund um alla heild lífsins í kringum okkur. Hún gefur okkur innsæi um hvaða orð og athafnir eru viðeigandi á líðandi stund. Ef við förum ekki eftir þessu innsæi og notum óviðeigandi orð og athafnir sem grundvallast af hugsunum sem koma frá egóinu getur þessi orkustöð sýkst. Þá hættir sjónarhorn okkar á atburði og sambönd að vera óhlutdrægt. Við þróum með okkur sjálfhverfar takmarkanir og verðum eigingjörn eða yfirgengilega tilfinningasöm um fólk, staði og hluti.