Breytingarstjórnun með Sahaja-jóga

„Þú þarft að öðlast hugarró“ hafði læknirin sagt við föður minn, þegar hann kom heim af spítlanum, það mætti draga þá ályktun af þessum fyrirmælum, að orsakasamhengi væri á milli andlegs ástands og heilsufars.

Það er einmit þar sem Sahaja Yoga grípur inn í atburðarásina; Hugarró er ástand sem ekki er sjálfgefið og hefur vafist fyrir flestum, ekki síst ef þeir vilja taka þátt í daglegu lífi samfélagsins.

in-nature-one-goes-absolutelly-thoughtless-shri-mataji-nirmala-deviSahaja Yoga er sérstök hugleiðsluaðferð, þar sem einstaklingurinn getur öðlast hugsanalausa meðvitund eða ástand sem kallst „Turiya“ á sanskrít. Þetta er gert á frekar einfaldan hátt og getur hver sem er tileinkað sér þessa aðferð.

Fyrir 10 árum síðan fór ég á kynningu hjá, Sahaja Yoga á Íslandi eftir að hafa lesið grein í dagblaði. Greinin þótti mér hljóma ótrúlega, eins og gengur. Á kynningunni fékk ég að vita meira um hugleiðsluaðferðina og ákvað að prófa í nokkrar vikur. Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum, en með ástundun Sahaja Yoga hefur mér tekist að ná betri tökum á lífinu, skilja sjálfan mig betur og á betri samskipti við samborgarana.

Þetta gerist vegna þess að maður er í betra jafnvægi og í tengslum við raunveruleikann sem er hið sama sem að vera í „núinu“ og er víst mjög í tísku í dag. Í framhaldi af bættri andlegri heilsu lagast líka líkamlega heilsan. Sjálfur er ég til dæmis laus við blóðþrýstingsmeðul (í samráði við lækni auðvitað) en einnig hafa vöðvabólga og festumein lagast til mikilla muna, einnig sef ég betur svo eitthvað sé upptalið,þetta er þó nokkuð einstaklingsbundið.

Það getur vafist fyrir fólki að gera breytingar á lífi sínu.Við erum mörg hver föst í óheppilegum venjum, en vanafesta og þrýstingur frá umhverfinu koma í veg fyrir að gerðar séu nauðsynlegar umbætur á lífsstílnum.

Til að breytast þarf að koma sér í betra jafnvægi og finna þannig hvað er manni fyrir bestu. Þar kemur Sahaja Yoga að gagni. Ekki þarf annað en að sitja á stól og fara í hugleiðslu. Allt sem þarf er opinn hugur og smátími. Það sem er sérstakt við sahajayoga hugleiðslu er að maður kemst í vitundarástand þar sem heilinn gefur frá sér svokallaðar theta-bylgjur: Maður er án hugsana og líkaminn verður mjög slakur sem virðist mjög læknandi, bæði andlega og líkamlega.

Þrátt fyrir að Sahaja Yoga snúi að hinu andlega sviði sýna læknisfræðilegar rannsóknir mikinn árangur þeirra sem stunda hugleiðsluna, til dæmis í baráttunni gegn ADHD, þunglyndi, flogaveiki og kvíða. Hægt er að skoða slíkar rannsóknir á vefsíðunni http://www.meditationresearch.co.uk/ en einnig er unnt að fræðast meira um Sahaja Yoga á sahajayoga.is.

Upphafsmaður Sahaja Yoga er Shri Mataji Nirmala Devi og starfar hreyfingin nú í meira en eitt hundrað ríkjum. Hugleiðslan byggist á þekkingu sem upp hefur safnast í aldanna rás fyrir atbeina merkra andlegra leiðtoga en auk þess hafa byltingarkenndar nýjungar verið innleiddar sem ekki er unnt að gera viðhlítandi skil í stuttri blaðagrein.

Allir eru velkomnir á kynningarfundi hjá okkur og leiðbeinendur gefa vinnu sína.

Eftir Daða Guðbjörnsson

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu. 10. jan 2017

Hugleiðsla?

Hugleiðsla er orð sem hefur verið skilgreint og túlkað á marga mismunandi vegu, í dag getur orðið hugleiðsla átt við allt frá því að sitja í djúpum þönkum yfir ákveðnum hugmyndum til þess að sitja í þögn með lokuð  augu og einbeitta athygli. Það fer einfaldlega eftir þvi hvern þú spyrð.

Hugleiðsla, samkvæmt skilgreiningu Sahaja Yoga, byggist á því sem við köllum sjálfsvitundarvakning, þar er innri andlegi máttur einstaklingsins vakin upp af dvala sínum í þeim tilgangi að hjálpa honum að öðlast vitundarástand sem við köllum „hugsanalaus meðvitund“. Í slíku ástandi starfar athygli okkar hrein og ótrufluð af tilgangslausum straumi hugsana, en á sama tíma erum við fullkomlega meðvituð um allt sem fer fram í kringum okkur.

Ástundun Sahaja Yoga er einföld og getur verið framkvæmd heima, á skrifstofunni eða á kaffistofunni á verkstæðinu. Hún getur verið framvæmd í einrúmi eða í hópi fólks. Stofnandinn, Shri Mataji Nirmala Devi, lagði áherslu á það að ekki væri nauðsynlegt að afneita mannlegu samfélagi til að öðlast andlega reynslu eða uppljómum. Líkt og áður sagði, þá byggist aðferðin á því að vakinn er upp þessi máttur sem býr innra með hverjum og einum. Seinna veltur það svo á einstaklingnum sjálfum að tileinka sér aðferðina og rækta vakningu sína gegnum hugleiðsluna. Niðurstaðan verður áreynslulaus hugleiðsla (hugsanalaus meðvitund) frekar en þvinguð einbeitning eða huglæg æfing í núvitund.

 

Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Ástralíu og Indlandi sýna einnig fram á að sjálfslæknandi eiginleikar líkamans virkjast þegar einstaklingurinn kemst í ástand hugsanalausrar meðvitundar, en ekki þegar einstaklingurinn einfaldlega notast við slökunaraðferðir líkt og djúpöndun eða „sjónsköpun“ (visualization).

Slökunaraðferðir eru áhrifaríkar þegar kemur að því að losna við streitu en hafa ekki geta sýnt fram á mælanlegar heilsufarsleg áhrif, á meðan Sahaja Yoga hugleiðsla hefur aftur á móti gert það. [1]

Sahaja Yoga hugleiðslumiðstöðvar hafa verið stofnaðar víðsvegar um heiminn þar sem þessi aðferð sem Shri Mataji kynnti fyrir heiminum er kennd gjaldfrjálst.

Tilvísanir

[1] Dr. Rames Manocha 'Does Meditation have a specific effect?: 
A Systematic Experimental Evaluation of a Mental Silence Orientated
Definition' (University of NSW, Australia 2008); rafbók: Silence Your Mind 
Útgefandi: Hachette Australia 2013