Orkustöðvarnar

Í líkamanum er milljónir og milljónir af örsmáum nauðsynlegum lífskröftum sem snúast um og safnast saman í orkustöðvum sem kallast Chakra (sem þýðir hjól á tungumálinu sanskrít). Orkustöðvarnar eru kallaðar hjól vegna þess að lífsorkan snýst um þessa punkta réttsælis á sérstakri tíðni. Þessu má líkja við sólkerfi þar sem hver og ein pláneta snýst á sínum öxli á mismunandi hraða.

Þær sjö helstu orkustöðvar sem þú lærir á sem byrjandi eru staðsettar á mænusvæðinu. Hver orkustöð er hönnuð til þess að stýra og viðhalda fullkominni starfsemi þeirrar líkamskerfa sem hún sér um. Hún þarf að vinda að sér hreinum straumum og hrinda frá sér óhreinum og neikvæðum straumum til þess að halda viðkomandi líffærum í heilbrigðu ástandi.

Það er mikilvægt fyrir velferð okkar að skilja hvað hver orkustöð dregur að sér og hvað getur truflað hana. Hver einasta hugsun og athöfn hefur áhrif á næmi og skilvirkni á orkustöðvunum. Til að byrja með er verkefnið að hreinsa og skola burt óhreinindi úr orkustöðvunum. Þetta er eins og að hreinsa silfur sem ekki hefur verið þrifið í mörg ár. Þessi vinna tekur tíma en þú munt samstundis finna árangur af hverri hreinsun. Kvíði minnkar, þú verður dálítið hlutlausari og glaðari.

Þegar orkustöðvarnar starfa rétt, þá gengur Kundalini orkan fyrst upp í gegnum allar 6 orkustöðvarnar, í gegnum heilann og út um höfuðmótin (lindarblettinn: mjúki bletturinn á höfði ungabarna). Þá er líkaminn tengdur við guðdóminn og þú munt þá finna þessa guðlegu strauma sem á sanskrít kallast Chaitanya. Stefna Sahaja Yoga er að vera stöðugt í þessu ástandi. Til þess að ná þessu markmiði þurfa orkustöðvarnar að vera hreinar og í jafnvægi. Athyglin fer þá að sjálfu sér upp í sjöundu orkustöðina Sahasrara.

  1. Mooladhara
  2. Swadisthan
  3. Nabhi
  4. Anahat
  5. Vishuddhi
  6. Agnya
  7. Sahasrara