Subtle-system

Orkustöðvarnar

Í líkamanum er milljónir og milljónir af örsmáum nauðsynlegum lífskröftum sem snúast um og safnast saman í orkustöðvum sem kallast Chakra (sem þýðir hjól á tungumálinu sanskrít). Orkustöðvarnar eru kallaðar hjól vegna þess að lífsorkan snýst um þessa punkta réttsælis á sérstakri tíðni. Þessu má líkja við sólkerfi þar sem hver og ein pláneta snýst á sínum öxli á mismunandi hraða.

Þær sjö helstu orkustöðvar sem þú lærir á sem byrjandi eru staðsettar á mænusvæðinu. Hver orkustöð er hönnuð til þess að stýra og viðhalda fullkominni starfsemi þeirrar líkamskerfa sem hún sér um. Hún þarf að vinda að sér hreinum straumum og hrinda frá sér óhreinum og neikvæðum straumum til þess að halda viðkomandi líffærum í heilbrigðu ástandi.

Það er mikilvægt fyrir velferð okkar að skilja hvað hver orkustöð dregur að sér og hvað getur truflað hana. Hver einasta hugsun og athöfn hefur áhrif á næmi og skilvirkni á orkustöðvunum. Til að byrja með er verkefnið að hreinsa og skola burt óhreinindi úr orkustöðvunum. Þetta er eins og að hreinsa silfur sem ekki hefur verið þrifið í mörg ár. Þessi vinna tekur tíma en þú munt samstundis finna árangur af hverri hreinsun. Kvíði minnkar, þú verður dálítið hlutlausari og glaðari.

Þegar orkustöðvarnar starfa rétt, þá gengur Kundalini orkan fyrst upp í gegnum allar 6 orkustöðvarnar, í gegnum heilann og út um höfuðmótin (lindarblettinn: mjúki bletturinn á höfði ungabarna). Þá er líkaminn tengdur við guðdóminn og þú munt þá finna þessa guðlegu strauma sem á sanskrít kallast Chaitanya. Stefna Sahaja Yoga er að vera stöðugt í þessu ástandi. Til þess að ná þessu markmiði þurfa orkustöðvarnar að vera hreinar og í jafnvægi. Athyglin fer þá að sjálfu sér upp í sjöundu orkustöðina Sahasrara.

Mooladhara

Mooladhara nefnist fyrsta orkustöðin. Mooladhara er staðsett í rófubeininu, rétt fyrir neðan spjaldbeinið, þar sem Kundalini á sér aðsetur.  Moola þýðir rót og adhara þýðir stuðningur á sanskrít en þessi orkustöð veitir Kundalini nauðsynlegan stuðning og vernd. Ef Mooladhara orkustöðin er nægilega heilbrigð mun Kundalini ná að rísa upp í hinar orkustöðvarnar. Grundvallareiginleikar Mooladhara eru barnslegt sakleysi og meðfædd viska. Þessi orkustöð kallar fram í manninum eftirfarandi kosti: Einfaldleiki, gleði, hreinleiki, heilsteyptur persónuleiki og jafnvægi.

Swadisthan

Swadisthan orkustöðin snýst í kringum Nabhi orkustöðina og gefur stuðning þar um kring. Swadisthan og Nabhi vinna saman. Þegar Kundalini vaknar í fyrsta sinn fer hún fyrst frá spjaldbeininu í Nabhi og svo niður í Swadisthan. Þar framkallast sköpunarorkan. Í hægri síðunni birtist hún sem vitsmunaleg skynjun og í vinstri síðunni sem ímyndunarafl. Þessir þættir samþætta miðjurásina og skapa okkar fagurfræðilegan skilning.

Nabhi

Nabhi orkustöðin ræður stefnu og hraða á okkar mannlegu þróun þar sem hún er stjórnstöð fyrir viðurværi, næringu, fjölskyldu, foreldrahlutverk, sambönd, fjárhag og atvinnu. Boðorðin 10 eru megin viðhorfs- og hegðunarreglurnar í þessari orkustöð. Ef naflastöðin er í ójafnvægi getur mildur verkur komið í þessa orkustöð. Ef þetta ójafnvægi er ekki lagfært getur það leitt til sjúkdóma eins og magasárs, sykursýki og krabbameins.

Anahat

Anahat eða hjartaorkustöðin er staðsett bakvið bringubeinið. Þegar hjartastöðin verður hrein verðum við hugrakkari, sterkari og örlátari. Við fáum meira sjálfstraust og verðum öruggari við að leiðrétta eigin mistök. Við elskum aðra og okkur sjálf meira vegna þess að við vitum að andinn í hjarta okkar er sá sami í öllum. Við höldum hjartanu opnu eins og í barni og þannig upplifum við gleðina stöðugt.

Vishuddhi

Fimmta orkustöðin nefnist Vishuddhi eða hálsstöðin og er lykillinn að hæfileikanum í að finna og bregðast við okkar eigin víbrasjónum og víbrasjónum annarra. Þegar þessi orkustöð er opin og hrein gefur hún okkur samfélagsvitund um allt sem lifandi er (e. collectivity). Hún gefur okkur innsæi um hvaða orð og athafnir eru viðeigandi á líðandi stund. Ef við förum ekki eftir þessu innsæi og notum óviðeigandi orð og athafnir sem grundvallast af hugsunum sem koma frá egóinu mun orkustöðin laskast. Þá hættir sjónarhorn okkar á atburði og sambönd að vera óhlutdrægt. Við þróum með okkur sjálfhverfar takmarkanir og verðum eigingjörn eða yfirgengilega tilfinningasöm um fólk, staði og hluti.

Agnya

Agnya er stundum kölluð þriðja augað og er staðsett í miðju heilans. Þegar þessi orkustöð opnast og er heilbrigð nær Kundalini að komast í gegnum hana sem veldur því að það slaknar á heilabylgjunum. Ávinningurinn við það er að þögnin á milli hugsana (eða milli orða) eykst. Við höfum möguleikann á því að koma athyglinni á þessa þögn og hugsunarlausri vitund (skt. nirvichara) er þar með komið á, sem er fullkomin meðvitund um það sem er. Innra orkukerfið verður nú móttökustöð í stað þess að vera bara sendistöð.

Sahasrara

Sahasrara orkustöðin nær yfir höfuðmótin. Það er hér þar sem allar orkustöðvar og orkurásir innra orkukerfisins (e. subtle system) koma saman og samþættast í eina heild. Þegar Kundalini fer upp í gegnum lindarblettinn við höfuðmótin framkallast sjálfsvitundarvakningin. Þegar athyglin er á Sahasrara ertu tengdur við allt sjálfið, sem er andinn. Markmið Sahaja Yoga er að verða andinn, andleg vera, ekki lengur stjórnað fram og til baka af leik á milli ego og súper-egó. Andinn kynnir loks fyrir okkur fullkomið frelsi. Sahasrara er fyrirheitna landið þar sem þetta frelsi er veitt.