Velkomin í Sahaja yoga

Í kyrrð hugans finnurðu innri frið. ~ Shri Mataji Nirmala Devi

Eiginleiki andans er sá að hann felur ævinlega í sér sannleikann. Sannleikurinn er það sem þú þekkir frá miðtaugakerfinu. Innra með okkur búa allar þessar orkustöðvar eins og þær koma okkur fyrir sjónir á myndinni.

Sjálfsvitundarvakning á sér stað þegar við vekjum úr dvala sjálfa alheimsorkuna, Kundalini, og verðum eitt með henni. Sahaja jóga gerir öllum kleift að öðlast þessa dýrmætu reynslu á einfaldan hátt. Jóga felur í sér samband innri líkama við hina allsráðandi og umlykjandi alheimsorku. Í Sahaja jóga þroskast þessi sjálfsprottna eining og skapar nýja vitund fyrir hinu innra sjálfi og fínofna orkukerfi sem í okkur býr. Sahaja jóga vinnur á innra orkukerfinu inni í taugakerfinu okkar. Þetta kerfi inniheldur allar mannlegar upplifanir og sér um okkur líkamlega, andlega, vitsmunalega og tilfinningalega. Við sem lifandi mannverur getum ekki lifað í sátt og samlyndi við móður jörð, hvað þá við hvort annað nema að við komum fyrst á friði í okkur sjálfum og öðlumst sjálfsvitund.

Sahaja jóga byrjar á því að Kundalini krafturinn vaknar frá dvala sínum í spjaldbeininu neðst í hryggnum. Hlutverk Kundalini er að gefa okkur æðri vitund, halda þessu andlega kerfi okkar hreinu og í góðu standi. Eðli þessa krafts er hin fullkomna móðir þar sem við erum eina barnið. Hvað sem við gerum þá elskar hún okkur óskilyrt. Hún vinnur 24 tíma sólarhringsins, er blíð, næm, fínofin samt óbrigðul í skilvirkni sinni. Þegar hinum hárrétta stuðli víbrasjóna er náð þá minnkar neikvæðni í formi sjúkdóma, óskilvirkni, ójafnvægis og henni smátt og smátt útrýmt. Aukin jákvæðni í gegnum inntöku á hreinni víbrasjónum auka vellíðan, gleði og ánægju í lífinu. Okkar sanna sjálf kemur í meira og meira í ljós og okkar andlegu eiginleikar eru loks frelsaðir frá andstæðingum andlegs þroska.

Hvernig kemur Sahaja jóga mér að gagni?

Árangurinn af Sahaja jóga mun birtast þér í minnkandi streitu, meiri ró og vellíðan. Hvað líkamlegu hliðina varðar, hefur það verið vísindalega sannað að reglulegar hugleiðsluæfingar í Sahaja jóga geta unnið á vissum sjúkdómsmeinum og jafnvel læknað þau að fullu. Sahaja jóga hjálpar þér að öðlast bæði hugarfarslegt og tilfinningalegt jafnvægi og ná hæsta stigi andlegs þroska og uppljómunar.

Hvað kostar Sahaja jóga?

Sahaja jóga stendur öllum þeim sem vilja frítt til boða. Öll námskeið í Sahaja jóga, bæði byrjenda- og framhaldsnámskeið, eru unnin í sjálfboðavinnu.

Hvernig er Sahaja jóga stundað?

Þegar Kundalini vakning hefur átt sér stað í Sahaja jóga miðstöð er hægt að halda áfram og þróa þessa vakningu á eftirfarandi hátt:

  1. Gefðu Kundalini og innra orkukerfinu fulla athygli tvisvar á dag í að minnsta kosti 15 mínútur. Þetta ástand köllum við hugleiðslu. Hugleiðslan setur í gang ferlið að hreinsa innra orkukerfið þitt, gera við laskaðar orkustöðvar og koma á jafnvægi á milli vinstri og hægri orkurásanna.
  2. Einnig er nauðsynlegt að taka þátt í fundum í næstu Sahaja jóga miðstöð til þess að læra að greina í hvaða orkustöðvum eru fyrirstöður eða skemmdir og hvernig best er að meðhöndla vandamálið. Shri Mataji hefur flutt marga fyrirlestra sem eru spilaðir á þessum fundum. Reyndir Sahaja jóga meðlimir eru þar til taks til að deila upplýsingum og gefa stuðning. Að hugleiða í hóp gefur auk þess árangursríkari hugleiðslu.

Lesa meira…

Hver fann upp Sahaja jóga?

Sahaja jóga sem skilvirk nútímaleg aðferð var þróuð og kennd af Shri Mataji Nirmala Devi. Hún fæddist og ólst upp á Indlandi í kristinni fjölskyldu. Hún var eiginkona embættismanns Sameinuðu þjóðanna. Hún er móðir tveggja dætra og eignaðist fjögur barna börn og einnig barna barna börn. Hún vann með Mahatma Ghandi sem ung kona og barðist fyrir sjálfstæði Indlands sem leiðtogi ungliðahreyfingar þar í landi. Í meira en 30 ár ferðaðist hún um heiminn og kenndi fólki að vera sýnir eigin meistarar í andlegum þroska. Hún hefur komið Sahaja jóga á fót í öllum helstu löndum heims. Hún kenndi okkur þessa aðferð vegna þess að hún vildi að fólk fengi betra jafnvægi og lærði að nota sýna andlegu krafta svo að það gæti umbreytt sér og þroskast andlega. Hún er dæmi um birtingarmynd fullkomnar móður sem hefur hagnýta leið í að gefa leitendum andlega endurfæðingu og þannig umbreyta heiminum til hins betra.

Lesa meira…