Vinstri orkurásin

Ida Nadi – vinstri orkurásin kallast einnig tunglrásin.  Hún byrjar í Mooladhara og rennur upp vinstri síðuna, víxlast við Agnya orkustöðina og myndar súper-egóið í hægra heilahveli okkar. Þessi rás er farvegur fyrir langanir og þrár. Útfrá þessum löngunum myndast tilfinningar. Tilfinningar eru í raun langanir sem hafa ekki enn orðið að veruleika. Langanir og tilfinngar sem tengjast þeim ferðast um þessa orkurás til viðeigandi staða í líkamanum til að koma í kring fullnægjandi hegðun.  Langanirnar eru nauðsynlegar til að koma á aðgerðum. Án hvata langana myndum við hafa litla sem enga framkvæmdaþörf.

Hægri orkurásin

Pingala Nadi – hægri orkurásin kallast einnig sólarrásin. Hún byrjar við Swadisthan orkustöðina og rennur upp hægri síðuna, víxlast við Agnya orkustöðina og myndar egóið í vinstra heilahveli okkar.  Hún farvegurinn fyrir alla framkvæmdaorku okkar. Þessi orka samanstendur af vitsmunalegri og líkamlegri virkni. Þegar eftirspurn eftir orku í hægri síðunni er of mikil þá veikir það vinstri síðuna, löngunin í gleði andans gufar upp. Þegar hægri síðan ræður verður persónuleikinn mjög þurr og árásargjarn. Umfram þrýstingur skýst upp í heilahvelið og inn í egó sem veldur því að það blæs út í blöðru sem stíflar miðju orkurásina. Allt kerfið fer þá úr jafnvægi. Blinduð af egó minnkar næmni fyrir okkar eigin tilfinningum. Ákvarðanir og hegðun eru tekin sem ráða yfir eða trufla líf annarra í staðfestri trú á að það það sé bæði nauðsynlegt og rökrétt. Þessi hægri sinnaða (e. right sided)  hegðun leiðir til hjartasjúkdóma.

Miðju orkurásin

Sushumna Nadi – Miðju orkurásin er meðal vegurinn. Hún byrjar í spjaldbeininu þar sem Kundalini hefur aðsetur og fer beint upp hrygginn upp í hæstu orkustöðina. Miðju orkurásin hefur umsjón með ósjálfráðri virkni sem við erum ekki meðvituð um. Hjartslátturinn, andadrátturinn, blóðkerfið býr til blóðvökva, heilinn stjórnar samskiptum og hugurinn framkvæmir vinnslu orða. Allar þessar ótrúlegu aðgerðir og fleiri eru kraftmeiri en 40 milljónir tölva. Þessar aðgerðir eru framkvæmdar óháð því hvar athyglin okkar er. Það er eins og þær þurfi ekki á meðvitaðri athygli okkar, forystu og stjórn að halda.  Kraftaverki líkast fer öll þessi ósjálfráða líkamsstarfsemi fram eins og eftir skipulagðri áætlun með svo flóknu samspili, samruna og samskiptum. Okkur færustu vísindamenn, sem núna grafa sig inn í DNA, viðurkenna að við höfum aðeins náð að skoða toppinn á ísjakanum. Við höfum uppgötvað að mannlega kerfið er svo stórt og snjallt að til að geta skilið aðeins grundvallaratriðin krefst viðurkenningar á fáfræði okkar. Núna getum við byrjað að læra eitthvað nýtt og það er það sem Sahaja jóga fjallar um.