Líkamleg myndbirting: Solar Plexus
Krónublöð: 10
Höfuðafl: Vatn
Líkamlegir eiginleikar: Stýrir maga og meltingu, þörmum, hluta af lifur, milta
Andlegir eiginleikar: andleg viðleitni og leit, innri friður og fullnægja, viðurværi, hrein athygli, gjafmildi og sátt

Nabhi orkustöðin ræður stefnu og hraða á okkar mannlegu þróun þar sem hún er stjórnstöð fyrir viðurværi, næringu, fjölskyldu, foreldrahlutverk, sambönd, fjárhag og atvinnu. Öll okkar andlega leit og viðleitni hefst í þessari orkustöð þar sem hún stýrir einnig andlegri þróun okkar. Hrein og óspillt Nabhi veitir okkur líkamlegt heilbrigði, innri friðsæld sem og andlega og veraldlega sátt og fullnægju.