Líkamleg myndbirting: Pelvic Plexus
Krónublöð: 4
Höfuðafl: Jörðin
Líkamlegir eiginleikar: Veitir lífsorku til kynfæra, blöðruhálskirtils (karlar), endaþarms og sér um losun úrgangs og líkamsvessa frá þessum líffærum.
Andlegir eiginleikar: Sakleysi, einfaldleiki, dómgreind og viska. Samband við móður náttúru.

Mooladhara nefnist fyrsta orkustöðin. Mooladhara er staðsett í rófubeininu, rétt fyrir neðan spjaldbeinið, þar sem Kundalini á sér aðsetur. Moola þýðir rót og adhara þýðir stuðningur á sanskrít en þessi orkustöð veitir Kundalini nauðsynlegan stuðning og vernd. Ef Mooladhara orkustöðin er nægilega heilbrigð mun Kundalini ná að rísa upp í hinar orkustöðvarnar. Grundvallareiginleikar Mooladhara eru barnslegt sakleysi og meðfædd viska. Þessi orkustöð kallar fram í manninum eftirfarandi kosti: Einfaldleiki, gleði, hreinleiki, heilsteyptur persónuleiki og jafnvægi.

  1. Mooladhara
  2. Swadisthan
  3. Nabhi
  4. Anahat
  5. Vishuddhi
  6. Agnya
  7. Sahasrara