Hugleiðsla fyrir byrjendur

Byrjaðu á því að staðsetja ljósmyndina af Shri Mataji fyrir framan þig. Kveiktu á kerti og settu það fyrir framan myndina. Bæði ljósið og eldurinn hjálpa til við að uppræta hvers konar neikvæðni sem getur setið í þér á meðan hugleiðslu stendur. Hvíldu hendur þínar á lærum, snúðu lófum upp með fingurna í átt að myndinni.

Að „reisa kúndalíní“

reisa

Byrjaðu og endaðu hugleiðsluna með þessum æfingum: Staðsettu vinstri hönd fyrir framan neðri maga, snúðu lófanum í átt að líkamanum. Reistu vinstri höndina lóðrétt upp fyrir höfuðið. Á meðan þetta er gert, snýrðu hægri hönd áfram í hringi utan um þá vinstri, það er að sega réttsælis, þar til báðar hendurnar ná upp fyrir höfuðið. Notaðu þá báðar hendurnar til að búa þar til hnút. Endurtaktu allar hreyfingarnar þrisvar sinnum. (1x fyrir hverja orkurás). Eftir að hafa reist Kundalini í fyrsta sinn, býrðu til einn hnút, eftir annað skiptið tvo hnúta og eftir þriðja skiptið þrjá hnúta. Þú skalt snúa hægri höndinni réttsælis í kringum þá vinstri eins og áður nokkrum sinnum á milli hnútanna, þ.e. á eftir annað og þriðja skiptið.

Hugleiðslan

Það er þín eigin kúndalíní orka sem hjálpar þér að öðlast ástand hugleiðslunar, og það er Shri Mataji (myndin af henni dugar) sem hjálpar kúndalíní orku þinni að rísa. Settu hægri hendina fyrir ofan höfuðið um stund, lokaðu augunum og farðu með athyglina inn á við. Láttu hendina síga rólega aftur niður í kjöltuna svo lófinn snúi upp og fingurnir til móts við myndina af Shri Mataji. Reyndu að sleppa takinu á hugsunum þínum, en ekki þvinga þær í burtu, reyndu heldur að finna hvernig þú ert aðeins vitni af þeim. Þú ert ekki hugsanir þínar, þú ert það sem er að horfa á hugsanir þínar.

Eftirfarandi eru staðfestingar sem gott er að fara með:

  1. Leggðu hægri hönd á hjartað og spurðu: Móðir Kúndalíní, er ég hreinn andi?
  2. Leggðu hægri hönd á efri hluta síðunar, vinstra megin, rétt fyrir neðan rifbeinin og spurðu: Móðir Kúndalíní, er ég minn eigin meistari?
  3. Leggðu hægri hönd við nárann, vinstra megin, rétt fyrir ofan vinstri mjöðmina og segðu: Móðir Kúndalíní, veittu mér hina hreinu þekkingu!
  4. Leggðu hægri höndina aftur upp á efri hluta síðunar, vinstra megin, rétt fyrir neðan rifbeinin og segðu staðfastlega: Móðir Kúndalíní, ég er minn eigin meistari!
  5. Leggðu hægri hönd aftur upp á hjartað og segðu af öryggi: Móðir Kúndalíní, ég er hreinn andi! Ég er ekki þessar hugsanir! Ég er ekki þetta egó! Ég er ekki þessi líkami! Ég er andinn!
  6. Leggðu næst hægri hönd á mörk háls og axlar (þar sem öxlin og hálsin mætast) vinstra megin. Snúðu höfðinu til hægri og segðu: Móðir Kúndalíní, ég er ekki sekur!
  7. Færðu hægri höndina nú upp á ennið, leggðu ennið í lófan og segðu: Móðir Kúndalíní, ég fyrirgef öllum og ég fyrirgef sjálfum mér.
  8. Færðu hægri höndina næst á hnakkann, hallaðu höfðinu aftur, láttu hnakkann hvíla í lófanum og segðu: Móðir Kúndalíní, hafi ég gert einhver mistök viltu fyrirgefa mér!
  9. Leggðu að lokum hægri hönd ofan á höfuðið á lindarblettinn (þar sem mjúki bletturinn er á höfði okkar er þegar við erum nýfædd), spenntu lófann, og fettu fingurna upp. Þrýstu lófanum nokkuð ákveðið niður og snúðu honum réttsælis alls sjö sinnum. Segðu: Móðir Kúndalíní, veittu mér sjálfsvitundarvakningu! Veittu mér hugsanalausa meðvitund!

Settu hendina aftur niður í kjöltuna. Sittu nú í hugleiðslu í um 10 mín (ef þú vilt vera lengur þá er það fínt, en það er ekki nauðsynlegt).

Sumum finnst ágætt að hlusta á tónlist á meðan, og hægt að nota tónlistina sem mælikvarða á hversu lengi þú hefur setið í hugleiðslunni. Það er hægt að finna tónlist hér.

Að gera bandhan

bandhan

Að gera bandhan þýðir í raun að við búum til vörn fyrir kúndalíní sem við höfum nú þegar reist. Um leið tryggjum við okkur frekara jafnvægi á milli hægri og vinstri hliðar líkamans. Réttu út vinstri hönd (eða leggðu hana á lærið), haltu henni opinni og snúðu lófanum upp. Staðsettu hægri hönd fyrir ofan þá vinstri og reistu hana rólega yfir öxl og höfuð, vinstra megin og síðan niður með síðunni hægra megin. Reistu svo aftur hægri höndina í öfuga átt, nú fyrst yfir öxl og höfuð frá hægri og svo niður með síðunni vinstra megin. Endurtaktu þessa hreyfingu, frá vinstri til hægri og hægri til vinstri, (eitt skipti), alls sjö sinnum fram og til baka.