Kynningarfundir eru fyrsta og þriðja hvern mánudag í mánuði

shri-mataji-high-res1

Í Sahaja Yoga er kundalini orkan vakin í fólki með aðferð sem Shri Mataji Nirmala Devi hefur kennt.  Með kundalini vakningu kemst fólk í vitundarástand án hugsana (Nirvichara Samadhi). Með ástundun Sahaja Yoga finnur fólk guðdómlegan frið innra með sér.  Iðkendum fer fljótlega að líða betur andlega, en smám saman fer fólk að sjá sig sjálft í nýju ljósi og hvernig það raunverulega er.  Það er kallað sjálfsvitundarvakning. Megin tilgangur okkar sem stundum Sahaja Yoga er að þroskast andlega en með auknu jafnvægi er hægt að ná betri andlegri og líkamlegri heilsu. Sahaja Yoga er ókeypis og unnið af Sahaja Yoga iðkendum í sjálfboðavinnu.

Innra orkukerfið

Taugakerfið er staðsett í hryggnum og skiptist í þrjár taugar eða rásir sem við köllim orkurásir, á Sanskrít kallast þær Nadi. Vinstri og hægri orkurásin tilheyra úttaugakerfinu sem við notum fyrir meðvitaða líkamlega, vitsmunalega og tilfinningalega virkni. Miðju orkurásin er í miðtaugakerfinu sem hefur umsjón með ósjálfráðri virkni líkamans eins og öndun, hjartslætti og öðrum ósjálfráðum viðbrögðum líkamans. Net þessa kerfis tilheyrir innri orkurásunum. Orkurásirnar tengja saman orkustöðvarnar til að leyfa þeim samhæft samspil og búa til leið fyrir lífsorkuna að streyma eftir.

Alþjóðlegur dagur innri friðar

Kveikjan að þessu verkefni kemur frá mörgum mismunandi heimsdögum sem hafa verið haldnir undanfarin ár, af ýmsum stofnunum. Markmið er að koma göfugum fyrirætlunum þessara atburða á nýtt stig. Það að upplifa hugleiðslu. Við teljum að það sé kominn tími til að raunverulega upplifa þessa vídd sem kalla má innri frið, sem mun þróa í okkur hina jákvæðu eiginleika eins og skilning og umburðarlyndi, einum af öðrum.

http://www.innerpeaceday.com/