Líkamleg myndbirting: Cardiac Plexus
Krónublöð: 12
Höfuðafl: Loftið

Líkamlegir eiginleikar: Veitir lífsorku til hjartans, lungna og bringubeins, hóstarkirtils (týmus) og ónæmiskerfis.

Andlegir eiginleikar: Gleði, samkennd, öryggiskennd, kærleikur, ábyrgð, móðureðli og föðureðli. 

Anahat eða hjarta-orkustöðin er staðsett bakvið bringubeinið. Þegar hjartastöðin verður hrein verðum við hugrakkari, sterkari og örlátari. Við fáum meira sjálfstraust og verðum öruggari við að leiðrétta eigin mistök. Við elskum aðra og okkur sjálf meira vegna þess að við vitum að andinn í hjarta okkar er sá sami í öllum. Við höldum hjartanu opnu eins og í barni og þannig upplifum við gleðina stöðugt.