Líkamleg myndbirting: Optic Chiasma (sjóntaugavíxlin)
Krónublöð: 2
Höfuðafl: Ljósið (birta, ljómi)
Líkamlegir eiginleikar: Veitir lífsorku til heiladinguls, heilakönguls, augna og stýrir sjón. Ræður yfir súper-egói og egói sem saman mynda „hugarheim“ manna.
Andlegir eiginleikar: Fyrirgefning, hugsanalaus meðvitund, auðmýkt. Vald yfir tilfinningalegum viðbrögðum. Opnar hliðið á milli súper-egósins (fortíðar) og egósins (framtíðar).

Agnya er stundum kölluð „þriðja augað“ og er staðsett í miðju heilans. Þegar þessi orkustöð opnast og er heilbrigð nær Kúndalíní að smjúga í gegnum hana sem veldur því að það slaknar á heilabylgjum heilans. Ávinningurinn við það er að þögnin á milli hugsana (eða milli orða) eykst. Við höfum möguleikann á því að koma athyglinni á þessa þögn og hugsunarlausri vitund (sem kallast Nirvichara á sanskrít) er þar með komið á, sem er fullkomin meðvitund um það sem er. Innra orkukerfið verður nú móttökustöð í stað þess að vera bara sendistöð.