Agnya er stundum kölluð þriðja augað og er staðsett í miðju heilans. Þegar þessi orkustöð opnast og er heilbrigð nær Kundalini að komast í gegnum hana sem veldur því að það slaknar á heilabylgjunum. Ávinningurinn við það er að þögnin á milli hugsana (eða milli orða) eykst. Við höfum möguleikann á því að koma athyglinni á þessa þögn og hugsunarlausri vitund (skt. nirvichara) er þar með komið á, sem er fullkomin meðvitund um það sem er. Innra orkukerfið verður nú móttökustöð í stað þess að vera bara sendistöð.