Við erum að lifa á sérstökum tíma, tíma þar sem umbreytingar og veraldarumrót er að eiga sér stað á sívaxandi hraða. Sem hluti af þessum umbreytingum hefur komið  upp fordæmalaust ástand í þjóðfélögum okkar, ástand sem við neyðumst öll til að aðlaga okkur að. Nú um stundir er komin upp sú staða að samkomubann ríkir, margir eru í sóttkví og komast ekki út af heimilum sínum og enn fleiri hreinlega kjósa að vera ekki mikið úti á meðal almennings. Það helsta fyrir okkur er að við getum ekki sameinast saman í hugleiðslu á Dalbrautinni lengur, og þannig mun það verða í einhvern ófyrirséðan tíma. En við sjáum þetta ekki sem vandamál, aðeins breytt ástand og breytt ástand kallar á breyttar áherslur. Nýjar áskoranir kalla á nýjar lausnir.

Shri Mataji Nirmala Devi stofnandi Sahaja Yoga minnti okkur á það að andinn í brjósti okkar væri ekki til staðar til að láta efnishyggjuna notfæra sér hann, heldur væri efnisheimurinn hér fyrir andann að notfæra sér, gegnum sína einstöku visku. Tækni og tölvur eru í eðli sínu hvorki vond né góð fyrirbæri, þau eru aðeins dautt efnislegt áhald sem við getum notað okkur til gagns eða ógagns, allt fer það eftir okkar eigin dómgreind og andlegu visku.

Við í Sahaja Yoga samfélaginu í Reykjavík og nágrenni höfum ákveðið núna að prufa að notfæra okkur þetta áhald til að fara af stað með hugleiðslu í netheimum í beinni fyrir þá sem vilja geta haldið áfram Sahaja hugleiðslu þrátt fyrir þessa nýju áskorun sem skapast hefur í þjóðfélaginu, og um allan heim. Þessi hugleiðsla á internetinu er sérstaklega séð fyrir þá einstaklinga sem eru byrjendur í Sahaja Yoga, hafa komið á kynningu og vita í grófum dráttum um hvað Sahaja Yoga hugleiðsla snýst. En auðvitað eru allir velkomnir að taka þátt, við einfaldlega útskýrum þá fyrir ykkur hvað Sahaja Yoga hugleiðsla gengur út á.

Hugleiðslan fer fram í gegnum ZOOM smáforritð sem er mjög einfalt að sækja og setja upp og kostar ekkert. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari hugleiðslu geta óskað eftir aðgangi í gegnum Facebook grúppuna Sahaja Yoga Ísland – internet hugleiðsla og beðið um að fá aðgang að hugleiðslunni.Ef þú ert ekki á facebook, sendu þá tölvupóst á Reykjavik.Sahaja.Yoga@gmail.com. Þetta er enn bara svona tilraun hjá okkur og við sjáum hvernig gengur, ef vel gengur og hlutirnir breytast mikið í samfélaginu þá getur verið að við verðum með hugleiðsluna oftar en bara einu sinni í viku

innavid

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.