Í Sahaja Yoga er kundalini orkan vakin í fólki með aðferð sem Shri Mataji Nirmala Devi hefur kennt. Með kundalini vakningu kemst fólk í vitundarástand án hugsana (Nirvichara Samadhi). Með ástundun Sahaja Yoga finnur fólk guðdómlegan frið innra með sér. Iðkendum fer fljótlega að líða betur andlega, en smám saman fer fólk að sjá sig sjálft í nýju ljósi og hvernig það raunverulega er. Það er kallað sjálfsvitundarvakning. Megin tilgangur okkar sem stundum Sahaja Yoga er að þroskast andlega en með auknu jafnvægi er hægt að ná betri andlegri og líkamlegri heilsu. Sahaja Yoga er ókeypis og unnið af Sahaja Yoga iðkendum í sjálfboðavinnu.

Published by