Innra orkukerfið (e. Subtle System)

Taugakerfið (e. autonomous nervous system) er staðsett í hryggnum og skiptist í þrjár orkurásir (skt. nadis). Vinstri og hægri orkurásin tilheyra úttaugakerfinu (e. sympathetic nervous system) sem við notum fyrir meðvitaða líkamlega, vitsmunalega og tilfinningalega virkni. Miðju orkurásin er í miðtaugakerfinu (e. parasympathetic nervous system) sem hefur umsjón með ósjálfráðri virkni líkamans eins og öndun, hjartslætti og öðrum ósjálfráðum viðbrögðum líkamans. Net þessa kerfis tilheyrir innri orkurásunum. Orkurásirnar tengja saman orkustöðvarnar til að leyfa þeim samhæft samspil og búa til leið fyrir lífsorkuna að streyma eftir.

Alþjóðlegur dagur innri friðar

Kveikjan að þessu verkefni kemur frá mörgum mismunandi heimsdögum sem hafa verið haldnir undanfarin ár, af ýmsum stofnunum. Markmið er að koma göfugum fyrirætlunum þessara atburða á nýtt stig. Það að upplifa hugleiðslu. Við teljum að það sé kominn tími til að raunverulega upplifa þessa vídd sem kalla má innri frið, sem mun þróa í okkur hina jákvæðu eiginleika eins og skilning og umburðarlyndi, einum af öðrum.

http://www.innerpeaceday.com/

Við bjóðum upp á ókeypis hugleiðslu

Á hverjum mánudegi kl. 20.00 er boðið upp á ókeypis jóga hugleiðslu. Byrjendur er velkomnir fyrsta og þriðja hvern mánudag í hverjum mánuði. Upplifðu kundalini vakningu. Njótu þess að fá nátturulega sjálfsvitundarvakningu. Komdu þér í hugsunarlausa meðvitund. Komdu þér í fullkomið jafnvægi á nátturulegan hátt. Vertu þinn eigin meistari.

Sahaja jóga hugleiðsla bætir heilsuna

Í þessu myndskeiði fer prófesor Katya Rubia yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið tengdar Sahaja jóga og heilsu. Vísindamenn hafa sýnt fram á að Sahaja jóga er til þess fallið að hjálpa fólki með sjúkdóma á borð við kvíða og þunglyndi, flogaveiki, Asma, ADHD og eiturlyfjamisnotkun. Einnig kemur fram að þeir sem stunda Sahaja jóga hugleiðslu ná að viðhalda betra andlegu og líkamlegu jafnvægi eftir streituvaldandi atburð en aðrir sem ekki stunduðu þessa tegund af hugleiðslu.

Sjálfsvitundarvakning – ný sjónræn, hljóðræn og gagnvirk upplifun

Þessi stuttmynd er innblásin af þróunarferli sem stöðugt er að gerast umfram mannlegan vilja. Við þurfum ekki að gera neina tilraun til að þroskast, við þurfum ekki að gera neina tilraun til að anda, eða greiða peninga svo að augu okkar fái að sjá. Allt þetta eru lifandi ferli, þess vegna eru þau öll áreynslulaus. Á sama hátt, þróast mannkynið allan tímann algerlega sjálfkrafa. Við höfum náð mjög langt með vitund hugans. En nú er kominn tími fyrir okkur að vakna og uppgötva hver við erum í raun og veru.